Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur fundið fjóra karlmenn seka um kannabisræktun en þeir stóðu að ræktun á 147 kannabisplöntum í bílskúr á Skagaströnd á síðasta ári.
Þrír mannanna voru dæmdir í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa fyrir ræktuninni og sjá fjórði til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að vökva plönturnar.
Sakborningarnir eru 56 ára gamall karlmaður og tveir synir hans, 22 og 20 ára. Fjórði maðurinn er 24 ára. Hann er sá eini þeirra, sem hefur áður hlotið dóma, aðallega fyrir fíkniefnabrot. Fram kom undir rekstri málsins, að ólíklegt væri að mikið magn kannabis hefði
komið út úr ræktuninni.