Fer með forsjá til 15. október

Borghildur Guðmundsdóttir
Borghildur Guðmundsdóttir

Kröfu Richards Colby Busching, barnsföður Borghildar Guðmundsdóttur, um forræði til bráðabirgða yfir drengjum þeirra var í gær hafnað fyrir rétti í Kentucky-ríki Bandaríkjanna.

„Honum var neitað og dómarinn neitaði að taka börnin úr minni umsjá,“ segir Borghildur. Hún er að vonum ánægð en hún mun hafa forsjá drengjanna þar til réttað verður í hinu eiginlega forsjármáli þann 15. október. Drengirnir eru nú hjá föður sínum og verða þar fram á föstudag. Er þetta samkvæmt samkomulagi lögmanna foreldra þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert