Grásleppan seld til Kína

Haf­inn er út­flutn­ing­ur á frystri grá­sleppu til Kína. Er það Trit­on ehf og Lands­sam­band smá­báta­eig­enda sem standa fyr­ir út­flutn­ingn­um. Mik­il­vægt að sjó­menn komi með all­an afla í land því finna megi markað fyr­ir nán­ast allt sjáv­ar­fang.

Um langt skeið hef­ur grá­sleppa nær ein­göngu verið veidd til þess að hriða úr henni hrogn­in þar sem erfitt hef­ur verið að finna markað fyr­ir grá­slepp­una sjálfa. Hef­ur fisk­in­um sjálf­um því verið hent í stór­um stíl og er áætlað að um 2.800 af grá­sleppu falli til ár­lega eft­ir að hrogn hafa verið fjar­lægð.

Unnið hef­ur verið að því mark­visst síðustu ár af hálfu Trit­ons að finna markað fyr­ir grá­slepp­una og lít­ur nú út fyr­ir að sú vinna sé að bera nokk­urn ávöxt.

Fyr­ir­tækið hef­ur tekið þátt í nokkr­um sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­um í Kína og hef­ur mátt þar merkja nokk­urn áhuga á fisk­in­um. Hafa nú verið seld­ir út nokkr­ir gám­ar.

Að því er seg­ir á síðu AVS rann­sókn­ar­sjóðs í sjáv­ar­út­vegi reynd­ist það nokkr­um erfiðleik­um bundið að fá sjó­menn til þess að breyta kviðskurðinum á grá­slepp­unni til þess að ná hrogn­un­um, en það var ein af for­send­um kaup­and­ans í Kína. Eru menn nú hins veg­ar bjart­sýn­ir á að meira magn kom­ist á markað í næstu vertíð.

Seg­ir á síðunni að þessi ár­ang­ur Trit­ons með grá­slepp­una sýni að finna megi markað fyr­ir svo til allt sjáv­ar­fang og að skerpa ætti á þeirri kröfu að komið sé með all­an afla í land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert