Ísland og Noregur myndi með sér bandalag

Bandamenn Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, starfsbróður …
Bandamenn Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, starfsbróður sínum. mbl.is/Eggert

Á norsku vefsíðunni opp­rop.no er að finna und­ir­skriftal­ista þar sem lagt er til að Íslend­ing­ar og Norðmenn myndi með sér banda­lag. Þegar þetta er skrifað eru um 250 bún­ir að skrifa und­ir, þar af marg­ir Íslend­ing­ar.

„Lát­um Nor­eg og Ísland mynda með sér ríkja­banda­lag, það er besti kost­ur­inn fyr­ir bæði lönd­in. Flýtið ykk­ur að bjóða öll­um sem þið þekkið til að skrifa und­ir, áður en Ísland hafn­ar í ESB,“ seg­ir á vefsíðunni. 

Þar kem­ur jafn­framt fram að und­ir­skrift­arlist­inn verði send­ur öll­um stjórn­mála­flokk­um í Nor­egi frá og með 10. ág­úst sl. fram að 14. sept­em­ber, þegar kosið verður til þings í land­inu.

Hér má lesa meira um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert