Norrænir fjölmiðlar hafa í dag sagt frá tölum, sem Hagstofan birti í morgun um mannfjölda á Íslandi um mitt árið en þar kom fram að landsmönnum fækkaði milli ára í fyrsta skipti í 120 ár. Er þetta túlkað þannig á Norðurlöndunum, að Íslendingar séu að flýja sökkvandi skip.
Danska viðskiptablaðið Børsen segir t.d. á fréttavef sínum, að Íslendingar neyðist til að reyna að koma undir sig fótunum annarstaðar vegna efnahagshrunsins hér á landi.