Jarðskjálfti, sem mældist 3,1 stig á Richter, varð klukkan 13:42 í dag og
Upptök skjálftans voru 5 km norðaustur af Krýsuvík á Reykjanesi. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í nágrenni Kleifarvatns síðustu mánuði en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er um að ræða mismunandi sprungur.
Þann 19. júní hófst skjálftaröð við Krýsuvík
með skjálfta sem var 4,2 stig. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið
og kl. 20:37 varð annar sem var 4,1 að stærð. Næstu daga dró úr virkninni en fimmtudaginn 25. júní
jókst hún aftur og þá austar, þ.e. nær Kleifarvatni, og varð
skjálfti að stærð 4 með upptök við suðvesturhorn vatnsins. Annar
skjálfti, sem var rúmlega 3 að stærð, varð tveimur tímum síðar.
Um mánaðamótin síðustu var jarðskjálftahrina sem rakin var til sprungu um 4 km norður af Krýsuvík. Hún hófst með tveimur skjálftum, sem voru um og yfir 3 stig en fjölmargir minni eftirskjálftar komu í kjölfarið.