Meiri sparnaður í alþjóðasamstarfi?

Fjárlög næsta árs verða kynnt 1. október á Alþingi.
Fjárlög næsta árs verða kynnt 1. október á Alþingi. mbl.is/Ómar

Ekki liggur fyrir hvort Íslendingar muni segja sig úr stofnunum á alþjóðavettvangi á næstunni í sparnaðarskyni. Skv. upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu eru engar úrsagnir úr alþjóðastofnunum á döfinni. Þó hefur komið fram að Ísland hafi dregið sig úr Norður-Atlantshafs laxverndunarstofnuninni til að spara 20  milljóna króna árgjald.

Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að það liggi ekki fyrir hvort frekari breytinga í alþjóðasamstarfi sé að vænta í ráðuneytinu.

Það er hins vegar ljóst að ráðuneytin standa frammi fyrir miklum niðurskurði vegna efnahagsástandsins. Þau hafa undirbúið sparnaðartillögur upp á hundruðir milljóna, sem verða kynntar í fjárlagafrumvarpi ársins 2010, sem lagt verður fram á Alþingi 1. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert