Ólafur Ragnar slasaðist í hestaferð

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, féll af hestbaki þar sem hann var í hestaferð í Húnaþingi í kvöld. Hann er nú á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Samkvæmt heimildum mbl.is var Ólafur Ragnar í útreiðarferð þegar hestur hans hrasaði og forsetinn féll af baki. Hann meiddist á vinstri öxl og læknar eru nú að kanna meiðslin. Læknarnir vilja ekkert segja að svo stöddu um meiðslin og segja að forsetinn sé enn í rannsókn.

Þetta er í annað skipti sem Ólafur Ragnar slasast í hestaferð frá því hann tók við forsetaembættinu. Fyrir réttum áratug axlarbrotnaði Ólafur Ragnar á vinstri öxl þegar hann féll af hestbaki í Landsveit. Hann var þá fluttur með þyrlu til Reykjavíkur á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert