„Reynir meira á en í upphafi“

Alxexandra ásamt föður sínum og Ronju systur sinni
Alxexandra ásamt föður sínum og Ronju systur sinni mbl.is

Mikið hefur gengið á í lífi hjónanna Ólafs Páls Birgissonar og Kolbrúnar Björnsdóttur en dóttir þeirra, Alexandra Líf, 11 ára, hefur nú greinst með MDS-krabbamein eftir að hafa sigrast á hvítblæði. Fyrir fjórum árum varð fjölskyldan fyrir öðru áfalli þegar Kristófer, þriggja ára gamall bróðir Alexöndru, drukknaði.

Alexandra er nú byrjuð í beinmergsskiptaaðgerð en hún þiggur beinmerg frá Ronju, sex ára systur sinni. Líkurnar á bata eru mestar komi mergurinn frá systkini.

„Miðað við allt tekur hún þessu vel en það reynir meira á núna en í upphafi og hún grætur meira,“ segir Ólafur, faðir Alexöndru.

Ólafur Páll og Kolbrún hafa nýlokið námi í Danmörku en hafa ekki getað sinnt vinnu vegna veikinda dótturinnar. Aðstandendur hafa því efnt til styrktartónleika sem haldnir verða þann 14. september næstkomandi.

Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á styrktarreikning:

0537-14-403800  kt:160663-2949

Alexandra ásamt fjölskyldu sinni
Alexandra ásamt fjölskyldu sinni mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert