Strandveiðikvótinn næst ekki

Lokasprettur strandveiðanna er framundan og nú liggur nokkuð ljóst fyrir að ekki næst að veiða heildarkvótann, samkvæmt upplýsingum Jóns Valgeirs Guðmundssonar hjá veiðiheimildasviði Fiskistofu. Strandveiðunum lýkur 31. ágúst og því eru ekki eftir nema níu veiðidagar. Veðurspá er fremur óhagstæð og því ólíklegt að allir veiðidagar muni nýtast þeim smábátum, sem stunda strandveiðarnar.

Heildarkvóti strandveiðanna er 3.955 tonn af þorski. Í gær höfðu borist á land 3.092. Inni í þeirri tölu eru 213 tonn af þorski, sem landað hefur verið umfram heimildir á svæði A, en veiði á því svæði var stöðvuð 13. ágúst sl.

Á umræddu svæði, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Skagabyggð, var heimilt að landa 1.316 tonnum, en aflinn var í gær var orðinn 1.529 tonn. Á þessu svæði voru flestir strandveiðibátar, eða 195, og langflestar landanir, eða 2.497. Reglugerð um strandveiðarnar heimilar ekki tilfærslu milli veiðisvæða og því voru veiðar stöðvaðar á svæðinu.

Á öðrum landsvæðum vantar talsvert upp á að heildarkvótinn náist. Þannig hafa einungis veiðst 334 tonn af 690 tonna þorskkvóta á svæði D, sem nær frá Hornafirði að Borgarbyggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert