Tang: Skilur afstöðu Íslendinga vel

mbl.is/Kristinn

Paul Tang, þingmaður hol­lenska Verka­manna­flokks­ins, seg­ist skilja vel að Íslend­ing­ar þrá­ist við að greiða Ices­a­ves skuld­ir Lands­bank­ans í Hollandi og Bretlandi þrátt fyr­ir að helst vildi hann að Íslend­ing­ar gangi frá sam­komu­lag­inu og greiði strax lánið til Hol­lands, 1,3 millj­arða evra.

Þetta kem­ur fram í grein sem birt­ist í hol­lenska dag­blaðinu Volkskr­ant í dag.

Tang seg­ist hafa samúð með ís­lensku þjóðinni. Þetta sé svipuð til­finn­ing og hol­lenska þjóðin hafi. Bank­arn­ir hafi stundað fjár­hættu­spil og tapað. Það sé al­menn­ing­ur sem þurfi að greiða fyr­ir það. Það sem gangi yfir Íslend­inga sé jafn­vel tí­falt á við það sem Hol­lend­ing­ar þurfa að þola.

Í grein Volkskr­ant er farið yfir það hvað Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn fel­ur í sér. Að Ísland þurfi að greiða alls fjóra millj­arða evra, 1,3 millj­arða til Hol­lands og 2,7 millj­arða til Bret­lands. Þetta svari til 13 þúsund evra á hvern Íslend­ing. Ef þetta væri yf­ir­fært á Hol­land þá væri heild­ar­fjár­hæðin 200 millj­arðar evra þar sem Hol­lend­ing­ar eru 50 sinn­um fleiri en Íslend­ing­ar. Það sé svipuð fjár­hæð og skuld­ir hol­lenska rík­is­ins fyr­ir fjár­málakrepp­una.

Er hægt að leggja þess­ar byrðar á eina þjóð?

Spurn­ing sé hvort hægt sé að leggja þær byrðar á heila þjóð vegna ákvörðunar nokk­urra banka­manna að safna inni­stæðum í öðru landi. En Tang tel­ur að lána­skil­mál­arn­ir séu sann­gjarn­ir. Eins verði að taka til­lit til þess að vænt­an­lega dugi eign­ir Lands­bank­ans fyr­ir stór­um hluta skuld­anna. 

Kem­ur fram í Volkskr­ant að bú­ast megi við því að Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands tjái sig um fyr­ir­var­ana sem gerðir voru við sam­komu­lagið af fjár­laga­nefnd í lok vik­unn­ar og Ices­a­ve-sam­komu­lagið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert