Tang: Skilur afstöðu Íslendinga vel

mbl.is/Kristinn

Paul Tang, þingmaður hollenska Verkamannaflokksins, segist skilja vel að Íslendingar þráist við að greiða Icesaves skuldir Landsbankans í Hollandi og Bretlandi þrátt fyrir að helst vildi hann að Íslendingar gangi frá samkomulaginu og greiði strax lánið til Hollands, 1,3 milljarða evra.

Þetta kemur fram í grein sem birtist í hollenska dagblaðinu Volkskrant í dag.

Tang segist hafa samúð með íslensku þjóðinni. Þetta sé svipuð tilfinning og hollenska þjóðin hafi. Bankarnir hafi stundað fjárhættuspil og tapað. Það sé almenningur sem þurfi að greiða fyrir það. Það sem gangi yfir Íslendinga sé jafnvel tífalt á við það sem Hollendingar þurfa að þola.

Í grein Volkskrant er farið yfir það hvað Icesave-samningurinn felur í sér. Að Ísland þurfi að greiða alls fjóra milljarða evra, 1,3 milljarða til Hollands og 2,7 milljarða til Bretlands. Þetta svari til 13 þúsund evra á hvern Íslending. Ef þetta væri yfirfært á Holland þá væri heildarfjárhæðin 200 milljarðar evra þar sem Hollendingar eru 50 sinnum fleiri en Íslendingar. Það sé svipuð fjárhæð og skuldir hollenska ríkisins fyrir fjármálakreppuna.

Er hægt að leggja þessar byrðar á eina þjóð?

Spurning sé hvort hægt sé að leggja þær byrðar á heila þjóð vegna ákvörðunar nokkurra bankamanna að safna innistæðum í öðru landi. En Tang telur að lánaskilmálarnir séu sanngjarnir. Eins verði að taka tillit til þess að væntanlega dugi eignir Landsbankans fyrir stórum hluta skuldanna. 

Kemur fram í Volkskrant að búast megi við því að Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands tjái sig um fyrirvarana sem gerðir voru við samkomulagið af fjárlaganefnd í lok vikunnar og Icesave-samkomulagið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert