Búið er að boða þingfund á Alþingi klukkan 18 í dag þar sem dreifa á þingskjölum. Reikna má með því, að þar verði nefndarálitum vegna Icesave-frumvarpsins dreift en fjárlaganefnd náði samkomulagi um afgreiðslu málsins aðfaranótt laugardags.
Samkomulag þingflokka á Alþingi, sem náðist í gærkvöldi, gerir ráð fyrir því að 2. umræða um frumvarpið hefjist klukkan 9 í fyrramálið og henni ljúki fyrir helgi.
Fjórir þingflokkar, Samfylking, VG, Sjálfstæðisflokkur og Borgarahreyfingin, náðu samkomulagi um sameiginlegar breytingartillögur við frumvarpið. Framsóknarflokkurinn á ekki aðild að því samkomulagi.