Þjófnuðum fjölgar um 36%

Þjófnaðarmálum hefur fjölgað á milli ára
Þjófnaðarmálum hefur fjölgað á milli ára mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölgun varð á þjófnaðarbrotum í júlímánuði rétt eins og síðustu mánuði og nemur hún 36% á milli ára. Alls voru þjófnaðarbrotin 462 talsins en í júlí fyrra voru þau 339 og í júlí 2007 voru þau 261 samkvæmt afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir júlí.

Innbrotum og eignaspjöllum fjölgar en öðrum brotum fækkar. Skráðum fíkniefnabrotum fækkar um 45%, ölvunarakstursbrotum um13% og líkamsmeiðingum fækkar um 14%.

Umferðarlagabrot voru 5.860 í júlí og standa þau næstum í stað milli ára. Árið 2007 sker sig úr en þá voru umferðarlagabrot rúmlega 6.100.

Fíkniefnabrot voru 89 og fækkaði þeim verulega milli ára en þau voru á sama tíma fyrir ári 161.

Hegningarlagabrot voru 1.350 og nam fjölgun þeirra 13% milli ára.

Skýrsla ríkislögreglustjóra í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert