Umræða um Icesave-frumvarpið hefst á Alþingi kl. 9 á morgun og er búist við að þingfundur standi til kvölds. Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra gerðu utanríkismálanefnd grein fyrir fyrstu viðbrögðum Breta og Hollendinga við breytingartillögum fjárlaganefndar í morgun.
Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns fjárlaganefndar, komu uUtanríkisráðherra og fjármálaráðherra á fund nefndarinnar þar sem þeir greindu m.a. frá samskiptum við Breta, Hollendinga, Evrópusambandið og Norðurlöndin vegna Icesave-málsins.
„Þeir gerðu grein fyrir því að Bretar og Hollendingar væru búnir að sjá breytingartillögurnar úr fjárlaganefnd og fá þær þýddar. Þeir hefðu aðallega beðið um skýringar og aðrar upplýsingar um hvað þær þýddu í raun,“ segir Árni Þór. Hann segist telja að Bretar og Hollendingar vilji bíða og sjá hvort þetta verður endanleg niðurstaða Alþingis áður en þeir bregðast formlega við breytingartillögunum úr fjárlaganefnd við Icesave-frumvarpið. „Ég skynja það svo að þeir vilji ekki koma með formleg viðbrögð fyrr en þeir vita hvort þetta er endanleg afgreiðsla Alþingis,“ segir hann.