Afar óhagstætt tilboð fyrir OR

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Verði fyr­ir­liggj­andi til­boð Magma Energy samþykkt, þýðir það millj­arða af­föll af kaup­um OR í Hita­veitu Suður­nesja og fullt eign­ar­hald einkaaðila á HS Orku. Fyr­ir 66% hlut í HS Orku þurfa þess­ir aðilar aðeins að reiða fram 6,2 millj­arða, öðrum pen­inga­greiðslum er skotið langt inn í framtíðina. Þetta seg­ir borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík.

„Ljóst er að meiri­hlut­inn í Reykja­nes­bæ samdi veru­lega af sér þegar gengið var frá þess­um samn­ing­um og hef­ur sett OR í erfiða stöðu. Það til­boð sem fyr­ir ligg­ur er afar óhag­stætt fyr­ir OR,“ seg­ir Sigrún Elsa Smára­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn OR fyr­ir hönd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hún seg­ir að til­boðið sem Magma Energy hafi gert OR sé mjög sam­bæri­legt samn­ingn­um sem Reykja­nes­bær hafi gert við Geysi Green Energy (GGE) í júlí um kaup á 34% hlut GGE í HS orku. Ein­ung­is lít­ill hluti til­boðana sé greidd­ur við und­ir­rit­un og eigi til­boðin það sam­eig­in­legt að stærsti hluti greiðslunn­ar fari fram eft­ir sjö ár.

„Verði gengið að til­boðinu hafa sam­starfsaðilarn­ir GGE og Magma Energy  á rúm­um mánuði keypt 66% hlut í HS Orku (34% af Reykja­nes­bæ í júlí­mánuði og 32% af OR) en hafa í raun aðeins skuld­bundið sig til að greiða 6,2 millj­arða í pen­ing­um á næstu árum. Reykja­nes­bær tek­ur einnig við 32% hlut GGE í HS veit­um á yf­ir­verði og af­gang­ur­inn kem­ur til greiðslu eft­ir 7 ár.

Til sam­an­b­urðar má geta þess að OR keypti 16,6% hlut í HS fyr­ir 8,7 millj­arða. Nú duga 6,2 millj­arða út­borg­un til að tryggja 66% hlut,“ seg­ir Sigrún Elsa í tölvu­pósti til mbl.is.

Ef til­boðið sem Magma hafi gert OR sé nú­virt sam­svari það gengi 4,4 ef miðað sé við 10% ávöxt­un­ar­kröfu. Ef miðað sé við 15% ávöxt­un­ar­kröfu sam­svari það gengi 3,7. Af­föll­in séu því um 37-47% miðað við gengi 7 sem orku­veit­an hafi keypt hlut­inn á.

Miðað við 10% ávöxt­un­ar­kröfu sam­svari af­föll­in því um 6 millj­örðum, það sé að því gefnu að loka greiðsla skili sér eft­ir 7 ár.

Það sé mikið áhyggju­efni að ein­ung­is séu veð í hlut­um í Hita­veitu Suður­nesja fyr­ir loka­greiðslum en þá hafi þess­ir einkaaðilar haft 7 ár til að greiða sér arð, færa til eign­ir eft­ir hent­ug­leik­um og eng­in trygg­ing fyr­ir því að verðgildi veðanna í HS Orku hafi haldið sínu verðgildi.



Sigrún Elsa Smáradóttir.
Sigrún Elsa Smára­dótt­ir.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert