Boltinn hjá stjórnvöldum

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir, sem eru að skoða mögu­leik­ana á að stofna sér­stak­an Fjár­fest­inga­sjóð Íslands, eru reiðubún­ir að fjár­festa í einkafram­kvæmd og sjálf­bær­um fram­kvæmd­um eða veita lán til þeirra. Þjóðhags­leg­ur ávinn­ing­ur af slík­um fram­kvæmd­um verður jafn­framt skoðaður. Hefðbundn­ar rík­is­fram­kvæmd­ir sem eru á fjár­lög­um eru tæp­lega inni í mynd­inni.

Þetta kom fram á fyrsta form­lega fundi stjórn­valda og aðgerðahóps líf­eyr­is­sjóða sem hald­inn var í gær.

„Við erum til­bún­ir að skoða verk­efni en fyrst þurfa stjórn­völd að finna út hvaða verk­efni geta upp­fyllt það sem menn eru að tala um,“ seg­ir Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður stjórn­ar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða og aðgerðahóps­ins.

Að sögn Arn­ars komu til tals á fund­in­um fram­kvæmd­ir sem nefnd­ar voru fyrr í sum­ar, eins og ný­bygg­ing á Land­spít­ala­lóðinni sam­kvæmt nýj­um hug­mynd­um, Búðar­háls­virkj­un, Vaðlaheiðargöng, Suður­lands­veg­ur, tvö­föld­un veg­ar í Kollaf­irði, tvö­föld­un Hval­fjarðarganga og sam­göngumiðstöð á Reykja­vík­ur­flug­velli.

„Það var minnst á all­ar þess­ar fram­kvæmd­ir á fund­in­um. En bolt­inn er hjá stjórn­völd­um. Það er þeirra að velja þau verk­efni sem við tök­um til skoðunar. Svo kem­ur í ljós hvort mögu­legt er að ná lend­ingu. Þetta bygg­ist fyrst og fremst á því að búið sé þannig um hnút­ana að ör­yggið framund­an sé eins mikið og hægt er að hugsa sér ef um lán er að ræða og hugs­an­lega fjár­hags­lega aðkomu,“ seg­ir Arn­ar.

Hann get­ur þess að líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu enn reiðubún­ir að setja um 100 millj­arða króna í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og til stofn­un­ar Fjár­fest­inga­sjóðs Íslands á næstu fimm árum, eins og fram kom fyrr í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert