Brýnt að ganga frá tilraunasvæði ORF

Erfðabreytt bygg á tilraunasvæði Orfs.
Erfðabreytt bygg á tilraunasvæði Orfs.

Umhverfisstofnun segir brýnt, að gengið verði vandlega frá tilraunasvæði ORF Líftækni í Gunnarsholti þar sem gerð var í sumar tilraun með erfðabreytt bygg.  Hefur Umhverfisstofnun óskað eftir áætlun frá ORF um framkvæmd þessa og vinnur nú að eftirlitsskýrslu um málið. 

Skemmdarverk var unnið í vikunni á tilraunaræktun ORF sem Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir í lok júní sl.. Umhverfisstofnun setti ítarleg skilyrði fyrir ræktuninni og ákvað að flýta áformaðri eftirlitsferð vegna atburðarins og fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar á staðinn í dag. 

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir, að farið hafi verið í fylgd Reynis Þorsteinssonar frá Landgræðslu ríkisins sem sé tengiliður ORF í Gunnarsholti. Fram kom að síðastliðinn föstudag hafi reiturinn verið heimsóttur og þá voru engin ummerki um skemmdarverk.

Aðstæður voru kannaðar og gögnum safnað í samræmi við eftirlitsskyldu stofnunarinnar. Umhverfisstofnun hefur verið í sambandi við ORF vegna málsins frá því það kom upp. 

Heimasíða Umhverfisstofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert