Dæmi um allt að 30% kjaraskerðingu

Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands.
Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Mynd tfis.is

„Við köstuðum á milli okk­ar hug­mynd­um og ákváðum að hitt­ast á ný í næstu viku og skoða stöðuna,“ seg­ir Ársæll Ársæls­son, formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands eft­ir fund með samn­inga­nefnd rík­is­ins.

Samn­inga­nefnd Toll­v­arðafé­lags Íslands þingaði í dag með samn­inga­nefnd rík­is­ins en toll­verðir felldu í liðinni viku ný­gerðan kjara­samn­ing við ríkið. Nei sögðu 54,17% en já sögðu 41.67%.

Formaður Toll­v­arðafé­lags­ins seg­ir að kurr sé í toll­vörðum vegna yf­ir­vinnu­banns og annarra skerðinga sem bitni mis­jafn­lega á fé­lags­mönn­um eft­ir starfs­stöð en dæmi séu um allt að 30% kjara­skerðingu í röðum toll­v­arða. Toll­verðir hafa lagt fram ákveðnar hug­mynd­ir á fund­in­um i dag að leiðrétt­ingu kjara.

„Samn­inga­nefnd rík­is­ins skoðar þær hug­mynd­ir fram í næstu viku. En við vökt­um líka at­hygli á að verið er að leggja aukn­ar álög­ur á ýms­an varn­ing við inn­flutn­ing og það kost­ar aukið eft­ir­lit og mannafla að inn­heimta þess­ar auknu álög­ur. Um leið og álög­ur eru aukn­ar, þá freist­ast fleiri til að reyna að koma sér und­an greiðslu lög­boðinna gjalda. Það er ekki ein­göngu verið að eiga við þá sem smygla fíkni­efn­um og áfengi held­ur fær­ist í vöxt hér, líkt og ann­ars staðar, tvö­falt bók­hald við inn­flutn­ing. Það fjölg­ar til­fell­um þar sem sá reikn­ing­ur sem fram­vísað er við tollaf­greiðslu sýn­ir lægra inn­kaupsverð en raun­veru­lega er greitt fyr­ir vöru. Eitt slíkt til­vik get­ur hlaupið á stór­um fjár­hæðum fyr­ir rík­is­sjóð og því til nokk­urs að vinna fyr­ir ríkið að ná í þess­ar tekj­ur. En það kost­ar pen­inga að ná í þessa fjár­muni,“ seg­ir Ársæll Ársæls­son, formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert