Kolröng söguskýring

Ráðherrum tókst með misvísandi og óskýrum skilaboðum að til starfsbræðra sinna í Bretlandi að koma málinu í frekara uppnám, segir í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Vísað er til þess að ágreiningur sé um hvort íslenskir ráðamenn hafi skuldbundið þjóðina fyrir og eftir bankahrunið til að greiða Icesave-skuldbindingarnar.

Meðal annars er vísað til tveggja bréfa Björgvins G. Sigurðssinar viðskiptaráðherra 20 ágúst og 5. október, sem fullvissar bresk yfirvöld um að ef tryggingasjóður innstæðueigenda geti ekki staðið undir skuldbindingum sínum komi íslensk stjórnvöld til aðstoðar.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé alrangt að þessar yfirlýsingar hafi verið gefnar áður en bankarnir féllu. íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað að hér stefndi í ógöngur. Öll ljós hafi verið rauðblikkandi og yfirlýsingarnar hafi verið gefnar vegna þess að breskir ráðamenn fóru að spyrja. Hún sagðist vilja vita afhverju þessi söguskýring væri svona röng.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, segir að bréfin hafi verið skrifuð áður en hér varð algert bankahrun. Yfirlýsingar síðar hafi verið á sömu leið. Tilgangurinn með því að hafa þetta í nefndarálitinu var að vekja athygli á því að þessar yfirlýsingar hafi falið í sér siðferðislegar skuldbindingar þótt það megi efast um þær lagalegu. Það sé megininntakið í áliti meirihlutans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka