Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem axlarbrotnaði í útreiðartúr í Húnavatnssýslu í gærkvöldi, liggur enn á Landspítala, þar sem hann gekkst í dag undir rannsóknir sérfræðinga.
„Eðlilega hefur þetta áhrif á dagskrá forseta en hann mun eftir sem áður ganga til sinna starfa," segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Forsetinn brotnaði á vinstri öxl, eins og fyrir tíu árum þegar hann féll af hestbaki á Leirubakka í Landsveit.