Ólafur Ragnar enn á sjúkrahúsi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/RAX

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, er enn á sjúkra­húsi en for­set­inn féll af hest­baki í gær­kvöld og brotnaði á vinstri öxl.

Ólaf­ur Ragn­ar féll af hest­baki þar sem hann var í hesta­ferð ásamt eig­in­konu sinni og fleir­um í Húnaþingi. Hest­ur hans hrasaði og for­set­inn féll af baki. Hann var flutt­ur með sjúkra­bíl til Reykja­vík­ur.

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um líðan hans.

Þetta er í annað skipti sem Ólaf­ur Ragn­ar slasast í hesta­ferð frá því hann tók við for­seta­embætt­inu. Fyr­ir rétt­um ára­tug axl­ar­brotnaði Ólaf­ur Ragn­ar á vinstri öxl þegar hann féll af hest­baki í Landsveit. Hann var þá flutt­ur með þyrlu til Reykja­vík­ur á sjúkra­hús.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert