Þingmenn í úlfakreppu

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist vera á móti því að greiða skuldir einkabanka líkt og meirihluti þjóðarinnar. Stjórnarflokkarnir hafi hinsvegar komið Alþingi í úlfakreppu með því að samþykkja að skrifa undir Icesave-samningana óséða. Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar kannaðist ekki við að að þingflokkurinn hefði samþykkt samninginn óséðan, þeir hafi verið kynntir ítarlega. Þá hafi þeir farið inn í þingið og fengið þinglega meðferð. Alþingi ráði niðurstöðunni og unnið hafi verið að því að bæta málið.

Pétur Blöndal spurði hvort þingmaðurinn væri að halda því fram að þingflokkur Samfyllkingarinnar hefði séð samning sem aðrir þingflokkar hefðu ekki fengið að sjá. Hann hafi ekki verið kynntur neins staðar. Hann hafi fyrst verið birtur síðar, og þá á netinu og fylgiskjölin þar með.

Þingflokkur Samfylkingarinnar og þingmaðurinn hafi falið ríkisstjórninni að skrifa undir samning sem hafi sett Alþingi í þá stöðu að geta hvorki samþykkt hann né felt hann. Fjármálaráðherra sé búinn að skrifa undir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar. Ef hann verði felldur segir útlendingar að það sé ekkert að marka þessa Íslendinga.

Guðbjartur Hannesson segist bera ábyrgð á því að hafa hlustað á kynningu á samningnum og ekki gert athugasemd við að hann yrði undirritaður. Það hafi verið í samræmi við ályktun þingsins fra fimmta desember um að ljúka málinu með samningi. Það hafi hinsvegar komið fram í samningnum að hann öðlaðist ekki gildi nema Alþingi samþykkti ríkisábyrgð og árangurinn liggi nú fyrir. Það sé ekkert óeðlilegt við þessa málsmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka