Tvær jafn hæfar

Menntamálaráðherra hefur borist umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra.

Í umsögn ráðsins kemur fram að allir umsækjendur hafi uppfyllt almenn skilyrði til þess að gegna embættinu og teljist því þar til hæfir en þegar einnig væri tekið mið af reynslu umsækjanda af leikhús- og stjórnunarstarfi væru þær Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir mjög vel hæfar til þess að gegna embætti þjóðleikhússtjóra.

Umsögn ráðsins hefur verið send umsækjendum sem fá tækifæri til þess að kynna sér efni hennar og koma með athugasemdir. Að því búnu verður málið tekið til nánari umfjöllunar og meðferðar í ráðuneytinu, að því er segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Tinna hefur verið þjóðleikhússtjóri frá árinu 2005 en Þórhildur var leikhússtjóri Borgarleikhússins um fjögurra ára skeið á tíunda áratugnum.

 Alls sóttu tíu um starf þjóðleikhússtjóra: Ari Matthíasson leikari; Hilmar Jónsson leikstjóri; Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur; Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri; Magnús Ragnarsson framleiðandi; Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra; Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.

Tinna Gunnlaugsdóttir
Tinna Gunnlaugsdóttir Kristinn Ingvarsson
Þórhildur Þorleifsdóttir
Þórhildur Þorleifsdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert