Vilja vísa Icesave-máli frá

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Önnur umræða um frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­ana við Breta og Hol­lend­inga er haf­in á Alþingi. Fram­sókn­ar­menn vilja, að frum­varp­inu verði vísað frá og að rík­is­stjórn­inni verði falið að taka upp viðræður á nýj­an leik við bresk og hol­lensk stjórn­völd.

Þrjú álit liggja fyr­ir þing­inu frá fjár­laga­nefnd. Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, VG og Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar standa að meiri­hluta­álit­inu, full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks skila sér­stöku áliti og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins sömu­leiðis.

Í frá­vís­un­ar­til­lögu Hösk­uld­ar Þór­halls­son­ar, full­trúa Fram­sókn­ar­flokks í fjár­laga­nefnd, seg­ir að  mörg álita­efni og gall­ar séu á mála­til­búnaði rík­is­stjórn­ar­inn­ar við þing­lega meðferð máls­ins. Þá séu samn­ing­arn­ir ekki í sam­ræmi við umboð Alþing­is frá 5. des­em­ber 2008, sem kvað á um að mál skyldu leidd til lykta á grund­velli hinna um­sömdu viðmiða, Brus­sel-viðmiðanna svo­kölluðu. Þá séu  end­ur­skoðun­ar­á­kvæði samn­ing­anna þegar virk vegna skulda­stöðu þjóðar­inn­ar.

Hösk­uld­ur legg­ur einnig fram breyt­ing­ar­til­lög­ur við frum­varpið til vara, m.a. um að vaxta­greiðslur miðist við gildis­töku Ices­a­ve-samn­ing­anna, 27. júlí 2009, en ekki við fe­brú­ar eins og samn­ing­arn­ir kveða á um.

Nefndarálit og breyt­ing­ar­til­lög­ur

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert