Ekki verður gefinn út kvóti til veiða á íslenskri sumargotssíld að óbreyttu vegna sýkingar í stofninum, en samkvæmt niðurstöðum leiðangurs Hafrannsóknastofnunar í síðasta mánuði eru engar vísbendingar um að sýkingin sé á undanhaldi. Áætla má að útflutningsverðmæti síldarafurða úr þessum stofni hafi numið 6-8 milljörðum síðastliðinn vetur.
Þá er mikil óvissa með loðnuveiðar í vetur og hefur upphafskvóti ekki verið gefinn út.
Sigurgeir Brynjar Kristmundsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að fá hefði mátt 6-8 milljörðum meiri útflutningstekjur af makrílafla Íslendinga í sumar með skynsamlegri veiðistjórnun en beitt var. „Það sér það hver maður að við höfum hvorki leyfi né efni á að haga okkur svona.“