Yfirgáfu slysstað á hlaupum

Jeppi valt við Skúlagötu um hálf tólf í gærkvöldi. Þrír menn sáust hlaupa burt frá bílnum sem er nokkuð skemmdur. Eigandinn hafði lánað mönnunum bílinn. Eitthvað af olíu lak niður á götuna og var kallað á slökkviliðið til þess að hreinsa það upp.

Þá var bifhjól tekið á Reykjanesbraut á 150km hraða.

Unglingspiltur brotnaði á báðum úlnliðum þegar hann prílaði upp á þak Vallaskóla og féll niður. Vildi hann ná í bolta sem hafði farið upp á þakið.

Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil hjá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert