Aflþynnuverksmiðja gangsett

Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokks Energy, Hörður Jónsson stjórnarformaður Becromal Íslandi, …
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokks Energy, Hörður Jónsson stjórnarformaður Becromal Íslandi, Gauti Hallsson verksmiðjustjóri Becromal á Íslandi og Rúnar Sigurpálsson fjármálastjóri ýta á gangsetningarhnappinn.

Fyrsta vélasamstæða aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri var gangsett á Akureyri í dag en tvö ár eru liðin síðan raforkusamningur um verksmiðjuna  var undirritaður. 

Alls er búið að koma 12 vélasamstæðum fyrir í verksmiðjunni. Þær verða alls 60 og er stefnt að fullum afköstum verksmiðjunnar í lok næsta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert