Bækur rokseljast í kreppunni

„Það er upplifun bókaútgefanda að sala á bókum hafi gengið mjög vel í sumar,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður félags bókaútgefanda. Hann segir flesta sammála um að sala á kiljum hafi gengið sérstaklega vel og einnig sala á innlendum ferðabókum.

„Það eru eflaust nokkrar ástæður fyrir þessu. Á gamla Íslandinu keypti fólk gjarnan bækur í útlöndum og þá var alltaf rífandi sala í Leifsstöð. Salan þar hefur dregist saman og meira selst í bókabúðunum. Aðalástæðan fyrir góðri sölu er þó sú að bækur eru í raun hræbillegar. Bækur hafa nánast ekki hækkað í verði, í krónum talið, síðan árið 2000.“

Hagstæðir samningar um prentun erlendis hafi ráðið mestu um lækkað verð. Nú þegar allar bækur eru prentaðar hér heima þá sé óhjákvæmilegt að bókaverð hækki eitthvað á næstunni. „Bókaútgefendur hafa undanfarið tekið á sig allar hækkanir og framlegð að sama skapi minnkað. Pappír og prentun hefur hins vegar hækkað mikið og því ljóst að um einhverjar en þó hóflegar hækkanir verður að ræða“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert