Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s telur að fyrirhugaðir fyrirvarar við Icesave-samkomulagið munu styðja við sjálfbærni ríkisfjármála. Breytingarnar hafi fremur jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Horfurnar um lánshæfiseinkunn Íslands eru þó áfram, sem er Baa1 í erlendri mynt. Nokkur atriði séu enn óleyst. Moody's nefnir m.a. gengislækkun íslensku krónunnar en takist ekki að koma böndum á þá lækkun gæti það hindrað efnahagsbata vegna mikilla erlendra skulda íslenskra fyrirtækja.
Á móti komi, að atvinnuleysi sé hætt að aukast og jafnvægi sé að komast á skatttekjur ríkisins. Þá hafi ríkisstjórnin hafi náð umtalsverðum árangri á sviði efnahagsmála á síðustu mánuðum.