Kaupfélag Skagfirðinga auglýsti í sumar á vef Vinnumálastofnunar eftir starfsfólki í sláturtíð. 30 störf voru í boði í tæplega tvo mánuði og var boðið upp á frítt fæði og húsnæði og mikla yfirvinnu. Áhugi Íslendinga reyndist takmarkaður, eftir því sem segir á vef Feykis. Fáar umsóknir bárust frá Íslendingum og engar frá fólki utan starfssvæðis sláturhússins.
„Við vorum komin í erfiða stöðu. Við getum ekki sett framleiðslu í sláturtíð af stað nema vera búin að manna húsið og þegar ekki gekk að ráða íslendinga í þessi störf urðum við líkt og undanfarin ár að manna
þau með erlendu vinnuafli. Við einfaldlega gátum ekki beðið lengur eftir að íslendingar tækju við sér,“ segir Edda Þórðardóttir hjá Kjötafurðastöð KS í samtali við Feyki.
Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar eru nú 15.994 skráðir án atvinnu. Þar af eru 98 á Norðurlandi vestra, 42 karlar og 56 konur.