Margir fluttu frá landinu

Fólksflutningar milli Íslands og Póllands voru talsverðir á fyrri hluta …
Fólksflutningar milli Íslands og Póllands voru talsverðir á fyrri hluta ársins. Myndin er af Swietokrzyski brúnni í Varsjá. Reuters

Á fyrri helm­ingi árs­ins 2009 fluttu 1.532 fleiri frá land­inu en til þess. Á sama tíma­bili í fyrra fluttu hins veg­ar 2674 fleiri til lands­ins en frá því, að sögn Hag­stof­unn­ar. Frá land­inu fluttu flest­ir til Pól­lands (1247), Dan­merk­ur (676), Nor­egs (565) og Svíþjóðar (317). 

Á þess­um sex mánuðum fluttu flest­ir til lands­ins frá Póllandi (667), Dan­mörku (540), Svíþjóð (151), Bretlandi (145) og Banda­ríkj­un­um (117).

Hag­stof­an seg­ir, að mik­ill mun­ur hafi verið á bú­ferla­flutn­ing­um karla og kvenna milli landa. Fyrstu sex mánuði árs­ins fluttu 1233 fleiri karl­ar frá land­inu en til þess sam­an­borið við en 299 kon­ur. Kynja­hlut­fall lands­manna í heild fær­ist nær hefðbund­inni skipt­ingu hér­lend­is og var hinn júlí 1024 karl­ar á móti hverj­um 1000 kon­um.

Mikið hef­ur dregið úr aðflutn­ingi er­lendra rík­is­borg­ara síðustu miss­eri og fyrstu sex mánuði árs­ins var flutn­ings­jöfnuður þeirra nei­kvæður um 761. Er það í fyrsta skipti frá ár­inu 1992 að flutn­ings­jöfnuður er­lendra rík­is­borg­ara er nei­kvæður á fyrri helm­ingi árs. Flutn­ings­jöfnuður ís­lenskra rík­is­borg­ara var einnig nei­kvæður (-771) eins og hann hef­ur verið und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert