Óvíst hvenær umræðu lýkur

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Óvissa er um það á Alþingi hvenær 2. umræðu um Icesave-frumvarpið lýkur og hvort boðað verður til þingfundar á morgun. Reiknað er með að forseti Alþingis fundi með formönnum þingflokka síðdegis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem tekið hafa til máls eftir hádegi hafa lagt mikla áherslu á að fjárlaganefnd fari ítarlega yfir málið á milli 2. og 3. umræðu og eyði óvissu um fyrirvarana.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það í ræðu sinni að fjárlaganefnd fái öll samskipti sem hafa átt sér stað á milli íslenskra embættismanna og fulltrúa Breta og Hollendinga um fyrirvara meirihluta fjárlaganefndar. Sagði hún að nefndin þurfi að fá afrit af bréfa- og tölvupóstssamskipum og afritum af samtölum sem farið hafi fram. Þarna sé eflaust um mjög viðkvæmar upplýsingar að ræða en allir nefndarmenn myndu áreiðanlega skrifa undir hverskonar trúnaðaryfirlýsingar. Nauðsynlegt sé að fá fullvissu fyrir því að fyrirvararnir haldi áður en greidd verða atkvæði um frumvarpið.

Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki tók í sama streng og sagði að fjárlaganefnd þyrfti að fara vel yfir hvaða þýðingu fyrirvararnir hefðu. Fá þurfi á hreint hvað gerist eftir árið 2024, einnig þurfi nefndin að fá álit sérfræðinga á fyrirvörunum og fara verði yfir ábendingar InDefence-hópsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert