Eftir Þóru Kristinu Ásgeirsdóttur mbl sjónvarpi.
Stjórnvöld skoða málsókn á hendur þeirra sem stofnuðu til Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir allt gert til að endurheimta féð sem var geymt á Icesave-innistæðunum.
Hann segir að allt verði gert til að endurheimta féð, verið er að efla skattinn og taka upp samstarf við erlenda aðila um rannsókn mála. Þá hefur sérstakur saksóknari fengið auknar heimildir til að rekja allar færslur fyrir hrunið. Hann segir ennfremur að frekari frétta sé að vænta um aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum.