Uppreisn gegn stimpilklukku

00:00
00:00

Kenn­ari í Rétt­ar­holts­skóla er í einskon­ar upp­reisn gegn nýrri stimp­il­klukku sem hann tel­ur til marks um verk­smiðjuvæðingu skóla­starfs­ins. Hann seg­ir að fjög­urra manna sendi­nefnd frá Mennta­sviði borg­ar­inn­ar hafi tekið sér klukku­tíma í að kenna starfs­fólki skól­ans á stimp­il­klukku meðan haldn­ir voru starfs­dag­ar í skól­an­um til að kenna þrjá­tíu manns hvernig  þeir eigi að stimpla sig inn út. Hon­um hafi þótt það full­mikið af ein­um vinnu­degi,

Hann gagn­rýn­ir að á sama tíma og það sé verið að skera niður skólastarf vegna aðhaldsaðgerða eyði yf­ir­völd mennta­mála dýr­mæt­um tíma í að kenna starfs­fólk­inu á klukk­una líkt og þeir séu heila­laus­ir. Þau hafi gefið þá skýr­ingu að það sé verið að hjálpa kenn­ur­um að halda utan um tíma sinn. Hann telji þetta hins­veg­ar til marks um van­traust.

Jó­hann kenn­ir heim­speki og held­ur úti heimasíðu. Skrif hans um stimp­il­klukk­una hafa vakið at­hygli. Hann sendi yf­ir­völd­um mennta­mála kald­ar kveðjur og gekk svo langt að segja fokk jú við menntaráð á heimasíðu sinni. Hann kall­ar menntaráð póli­tísk­an klúbb og seg­ir það hafa tak­markað vit á skóla­starfi. Það sé að hugsa um sinn póli­tíska frama en ekki endi­lega það að byggja upp gott skóla­kerfi. Hann seg­ir orðatil­tækið ,,fokk jú", koma fyr­ir í búsa­áhalda­bylt­ing­unni og víðar en hann sé bara að beina því til stjórn­mála­manna að hugsa sinn gang. Það sé hægt að gera fleira við skólastarf en að verk­smiðjuvæða það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert