Funda um Icesave um helgina

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. mbl.is/Heiðar

Fundi fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is um Ices­a­ve-málið lauk fyr­ir stundu og mun nefnd­in koma sam­an til fund­ar á ný á mánu­dags­morg­un. Í millitíðinni verður skoðað hvaða leiðir koma helst til greina til að styrkja málið fyr­ir þriðju umræðu, að sögn Guðbjarts Hann­es­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar.

Fund­ur fjár­laga­nefnd­ar­inn­ar í morg­un hófst kl. 10 og á hann komu full­trú­ar frá Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðueig­enda og fjár­festa. „Það komu einnig full­trú­ar frá Ind­efence-hópn­um sem voru með vanga­velt­ur um hvort fyr­ir­var­arn­ir héldu fyr­ir bresk­um dóm­stól­um. Í þriðja lagi feng­um við full­trúa frá for­sæt­is- og fjár­málaráðuneyt­inu varðandi hvað hefði verið í gangi í kynn­ing­um,“ seg­ir Guðbjart­ur í sam­tali við mbl.is.

Um það hvernig styrkja eigi málið seg­ir Guðbjart­ur: „Ind­efence kom með þá til­lögu að gild­istak­an á ákvæðinu yrði ekki fyrr en kom­in væri staðfest­ing frá Bret­um og Hol­lend­ing­um um að þeir féllust á fyr­ir­var­ana. Það er auðvitað ein leið.“

Hann bend­ir einnig á að Trygg­ing­ar­sjóður geti aldrei sett sig í þá stöðu að rík­is­ábyrgðin dugi ekki fyr­ir því láni sem verið sé að taka.

„Í þriðja lagi höf­um við alltaf litið þannig á að við séum ekki í viðræðum við Breta og Hol­lend­inga. Við erum Alþingi Íslend­inga og erum að veita þessa rík­is­ábyrgð. Það er okk­ar að ákveða á hvaða for­send­um sú rík­is­ábyrgð er sett og það er svo þeirra sem ætla að veita lán­in hvort þeir sætta sig við það eða ekki,“ seg­ir Guðbjart­ur.

Hann seg­ir óljóst hvort nefnd­in þurfi lengri tíma en mánu­dag­inn til þess að mál­in skýrist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert