Hlutafé fyrir 21 milljarð

Kraumandi leirhverir á jarðhitasvæðinu við Kleifarvatn.
Kraumandi leirhverir á jarðhitasvæðinu við Kleifarvatn. Rax / Ragnar Axelsson

Geys­ir Green Energy til­kynnti í dag að fyr­ir­tækið hefði, ásamt sam­starfsaðilum þess í Norður Am­er­íku, selt hluta­fé fyr­ir 21 millj­arða króna í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði kanadíska fé­lags­ins GTO Resources Inc.

Hluta­féð er selt í tengsl­um við sam­ein­ingu GTO við þrjú er­lend jarðhita­fé­lög: Polar­is Geot­hermal (GEO), Ram Power Incorporated (RPI) og Western Geopower (WGP). Tvö hin síðar­nefndu eru að hluta í eigu Geys­is, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fé­lag­inu.  

Ásgeir Magnús­son, for­stjóri Geys­is Green, seg­ir að með því að stuðla að samruna fé­lag­anna þriggja og sölu á nýju hluta­fé í sam­einaða fé­lag­inu sé fjár­mögn­un verk­efna tengd­um Geysi Green í Norður-Am­er­íku bet­ur tryggð. 

Samruni fé­lag­anna fer þannig fram að kanadíska fé­lagið GTO ger­ir hlut­höf­um fé­lag­anna, RPI, WGP og GEO til­boð um að skipta á hluta­fé sínu og hluta­fé í GTO. Stærstu hlut­haf­ar fé­lag­anna, þ.m.t. Geys­ir Green, hafa þegar samþykkt að skipta hluta­fé sínu fyr­ir hlut í GTO. Í tengsl­um við samrun­ann hef­ur nýtt hluta­fé að upp­hæð 179 millj­ón­ir kan­ada­doll­ara verið selt til nýrra fjár­festa.

Nú tek­ur við kynn­ing­ar­tíma­bil þar sem samrun­inn er kynnt­ur fyr­ir al­menn­um hlut­höf­um fé­lag­anna. Þann 3. nóv­em­ber greiðist hið nýja hluta­fé til GTO sem á sama tíma mun taka upp nafnið í Ram Power Corporati­on. Hluta­fé þess verður skráð í kaup­höll­inni í Toronto í Kan­ada. Hlut­ur Geys­is í hinu sam­einaða fé­lagi verður um 6%.
 
Starf­semi Ram Power Incorporated, Western Geopower og Polar­is Geot­hermal er á sviði jarðhita­nýt­ing­ar til raf­orku­fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada og Ník­aragva.
 
Polar­is Geot­hermal á og rek­ur 10 MW jarðorku­ver á San Jac­into Tiza­te jarðhita­svæðinu í Ník­aragva. Fé­lagið ráðger­ir að taka 72 MW orku­ver í notk­un vorið 2011. Polar­is hef­ur þegar selt yfir 100 þúsund tonn af svo­kölluðum kol­efna­kvót­um á grund­velli lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna.

Geys­ir hef­ur átt sam­vinnu við Polar­is í gegn­um ís­lenska fé­lagið Exorku sem vinn­ur að nýt­ingu Kalina tækni við lág­hita. Polar­is er skráð í kaup­höll­inni í Toronto.
 
Ram Power Incorporated (RPI) er verk­efnaþró­un­ar­fé­lag á sviði jarðvarma í Nevada og Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um. RPI hef­ur m.a. und­ir­ritað orku­sölu­samn­ing fyr­ir allt að 300 MW í Im­per­ial Valley, Kali­forn­íu. Fé­lagið hef­ur á að skipa einu reynd­asta jarðhitaþró­un­art­eymi í Banda­ríkj­un­um. RPI hef­ur átt náið sam­starf við Geysi frá 2008, en Geys­ir á 37% í fé­lag­inu.
 
Western Geopower er jarðhita­fé­lag sem vinn­ur að upp­bygg­ingu 35 MW orku­vers á Geyser svæðinu í Suður- Kali­forn­íu. Fé­lagið vinn­ur að auki að verk­efn­um á South Brawley svæðinu í Kali­forn­íu og í South Mea­ger, í Bresku Kól­umb­íu í Kan­ada. WGP er skráð í kaup­höll­inni í Toronto. Geys­ir á 18,2% í fé­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert