Í hópi skuldugustu heimila fyrir hrun

Íslensk heimili voru í hópi skuldugustu heimila í hinum vestræna heimi fyrir bankahrunið í fyrra. Einungis dönsk og hollensk heimili voru skuldsettari. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, Framsóknarflokki, um stöðu heimilanna, en svarið er byggt á upplýsingum Seðlabankans.

Bent er á að ýmsir mælikvarðar eru notaðir við samanburð á skuldum heimila á milli landa og þeir hafi annmarka. Liðlega fjórðungur heimila er með heildarskuldir sem nema meira en fimmföldum ársráðstöfunartekjum þeirra. Þetta er svipað hlutfall og mældist í Noregi árin 2002-3 en töluvert lægra en í aðdraganda norsku bankakreppunnar, þegar ríflega þriðjungur norskra heimila hafði skuldir sem námu yfir 500% ráðstöfunartekna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert