Íbúarnir tyrfa Haðarstíg

Íbúar við Haðarstíg leggja þökur á malbikið í morgun.
Íbúar við Haðarstíg leggja þökur á malbikið í morgun. mbl/Kristinn

,,Hér eru all­ir vel­komn­ir í dag en bara ekki á bíl!" sagði Halla Sól­veig Þor­geirs­dótt­ir, teikn­ari og íbúi við Haðar­stíg í Reykja­vík í morg­un. Íbú­arn­ir eru nú í óða önn að tyrfa göt­una en þeir hafa lengi reynt að fá samþykkt að Haðar­stíg­ur verði göngu­gata eða amk. vist­væn gata. Þá er há­marks­hraði lækkaður og gang­andi veg­far­end­ur hafa for­gang.

 Haðar­stíg­ur er í ein­um elsta hluta borg­ar­inn­ar í Þing­holt­un­um. Skilið verður eft­ir nægi­legt mal­bik til að slökkvilið og sjúkra­bíl­ar geti at­hafnað sig á göt­unni þegar nauðsyn kref­ur, að sögn Höllu. Ef til vil muni þetta líkj­ast göml­um sveita­vegi, gras á milli hjólfar­anna! Hún seg­ir að al­ger samstaða sé um málið meðal íbú­anna.

,,Við höf­um fengið í gegn að þetta er orðin vist­gata en fáum eng­in skilti til að sýna þetta, all­ir segja já en það er ekk­ert gert. það sama er að segja um garðinn neðst í göt­unni, ekk­ert gert. Þess vegna tók­um við okk­ur sam­an um að setja þar upp hlið af því að hér er fullt af börn­um. Við vilj­um reyna að koma í veg fyr­ir að þau gætu hlaupið út á götu.

 Við vilj­um að hér sé aðeins nauðsyn­leg­asta um­ferð vegna versl­ana en gat­an verði fyrst og fremst vist­væn. Fólk þarf að að geta upp­lifað hana sem nota­leg­an stíg sem gam­an sé að ganga um."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert