Jafnvægi í búferlaflutningum 2012

Búast má við að margir flytji af landi brott á …
Búast má við að margir flytji af landi brott á næstu árum. mbl.is/Margrét Þóra

Hag­stof­an spá­ir því að á næstu árum muni fleiri flytja frá land­inu en til þess. Hins veg­ar verði komið á jafn­vægi árið 2012 og að frá því ári að telja verði aft­ur komið á það ástand í bú­ferla­flutn­ing­um sem ein­kenndi í meg­in­at­riðum ís­lensk­an veru­leika fram til árs­ins 2003.

Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­ráðherra á Alþingi við fyr­ir­spurn Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks, um brott­flutn­ing af land­inu.

Sam­kvæmt mann­fjölda­spánni er talið að í ár flytj­ist um 4800 fleiri frá land­inu en til þess. Þessi þróun muni halda áfram árið 2010 en þá verður flutn­ings­jöfnuður­inn nei­kvæður um 3200 manns og 2300 manns árið 2011.

Hag­stof­an bend­ir á að hagsveifl­ur og vinnu­afls­eft­ir­spurn í ná­granna­lönd­um Íslands muni hafa áhrif á hina end­an­legu niður­stöðu um aðflutta og brott­flutta frá Íslandi á næstu árum. Hvað sem öðru líður seg­ir Hag­stof­an þó telja, að árin 2004–2011 beri að skoða sem ein­stakt tíma­bil í fólks­fjöldaþróun hér­lend­is. 

Svar for­sæt­is­ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert