Jafnvægi í búferlaflutningum 2012

Búast má við að margir flytji af landi brott á …
Búast má við að margir flytji af landi brott á næstu árum. mbl.is/Margrét Þóra

Hagstofan spáir því að á næstu árum muni fleiri flytja frá landinu en til þess. Hins vegar verði komið á jafnvægi árið 2012 og að frá því ári að telja verði aftur komið á það ástand í búferlaflutningum sem einkenndi í meginatriðum íslenskan veruleika fram til ársins 2003.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um brottflutning af landinu.

Samkvæmt mannfjöldaspánni er talið að í ár flytjist um 4800 fleiri frá landinu en til þess. Þessi þróun muni halda áfram árið 2010 en þá verður flutningsjöfnuðurinn neikvæður um 3200 manns og 2300 manns árið 2011.

Hagstofan bendir á að hagsveiflur og vinnuaflseftirspurn í nágrannalöndum Íslands muni hafa áhrif á hina endanlegu niðurstöðu um aðflutta og brottflutta frá Íslandi á næstu árum. Hvað sem öðru líður segir Hagstofan þó telja, að árin 2004–2011 beri að skoða sem einstakt tímabil í fólksfjöldaþróun hérlendis. 

Svar forsætisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert