Ráðherra vill afskrifa skuldir

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Ómar

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag, að það sé rétt að afskrifa skuldir, sem séu umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Hins vegar sé flöt niðurfelling hluta skulda ekki inni í myndinni.

„Það er að sjálfsögðu rétt að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eignavirði og veruleg hækkun skulda á sama tíma. Skuldir í samfélaginu eru langt umfram eignir og það er engum til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dregur úr getu efnahagslífsins til að skapa verðmæti á ný," hefur blaðið eftir Árna Páli.

Hann segir að grundvallarforsenda fyrir þessu sé að aðgerðin auki ekki byrðar ríkissjóðs né skattgreiðenda. Menn verði að horfast í augu við það að þetta séu að miklu leyti tapaðar kröfur og það eigi að vera svigrúm í bankakerfinu til að takast á við tapið. Gert hafi verið ráð fyrir afskriftum þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka