Ráðherra vill afskrifa skuldir

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Ómar

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, seg­ir í viðtali við Frétta­blaðið í dag, að það sé rétt að af­skrifa skuld­ir, sem séu um­fram greiðslu­getu og veðrými eigna. Hins veg­ar sé flöt niður­fell­ing hluta skulda ekki inni í mynd­inni.

„Það er að sjálf­sögðu rétt að af­skrifa skuld­ir sem eru um­fram greiðslu­getu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eigna­v­irði og veru­leg hækk­un skulda á sama tíma. Skuld­ir í sam­fé­lag­inu eru langt um­fram eign­ir og það er eng­um til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dreg­ur úr getu efna­hags­lífs­ins til að skapa verðmæti á ný," hef­ur blaðið eft­ir Árna Páli.

Hann seg­ir að grund­vallar­for­senda fyr­ir þessu sé að aðgerðin auki ekki byrðar rík­is­sjóðs né skatt­greiðenda. Menn verði að horf­ast í augu við það að þetta séu að miklu leyti tapaðar kröf­ur og það eigi að vera svig­rúm í banka­kerf­inu til að tak­ast á við tapið. Gert hafi verið ráð fyr­ir af­skrift­um þegar lán­in voru færð milli gömlu og nýju bank­anna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka