Ræst var í Reykjavíkurmaraþoninu klukkan 8:40 í morgun og verða hlauparar áberandi á götum borgarinnar næstu klukkustundirnar en alls voru 11.136 skráðir til þátttöku í gær. Það er svipaður fjöldi og í fyrra, en þá voru hlaupararnir 11.265 talsins.
Það voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem ræstu hlauparana í Lækjargötu. Fyrst lögðu keppendur í heilu og hálfu maraþoni af stað en alls ætla 670 að hlaupa heilt maraþon, þ.e. rúmlega 42 kílómetra.
Gert er ráð fyrir að skráningum
fjölgi í dag, sérstaklega í Latabæjarhlaupið, sem hefst kl. 12.40 í
Hljómskálagarðinum með upphitum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu.