Íbúar í miðbæ Reykjavíkur settu í morgun upp mótmælaskilti við reitinn þar sem þar sem hótelíbúðir eiga að rísa við Bergstaðastræti. Íbúðarnir telja íbúðirnar vera ólöglegar, þar sem þær samræmist ekki aðalskipulagi.
Skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar hafa hins vegar svarað því til að notkunarbreytingin á svæðinu samrýmist landnotkun í aðalskipulagi, og því sé þetta leyfilegt. Auk þess sé brýn þörf á því að koma umræddum reit í gagnið.
Íbúar í miðbæ Reykjavíkur, einkum við Bergstaðastræti, Spítalastíg, Grundarstíg og Bjargarstíg, hafa lengi beðið eftir því að frágangi á húsum og lóðum á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs ljúki.
Stefna í þeim málum tók breytingum eftir að tillaga kom fram hjá borgaryfirvöldum um að byggja þar um 40 smáíbúðir, svokallaðar hótelíbúðir. Umsækjandinn um breytinguna á deiliskipulaginu er eignarfélagið Laug ehf. en arkitektastofan Krads vann að útfærslu á reitnum.
Samkvæmt hugmyndunum mun nýbygging rísa á lóðinni við Spítalastíg 6B og íbúðarhúsnæði á Bergstaðastræti 16 til 20 breytt í hótelíbúðir. Íbúar í næsta nágrenni við það svæði hafa mótmælt kröftuglega.