Súrál fauk um álverssvæðið

Höfnin við álverið í Reyðarfirði.
Höfnin við álverið í Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Bil­un varð í lönd­un­ar­búnaði þegar verið var að landa súráli við ál­ver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarf­irði snemma í morg­un. Haug­ur af súráli féll niður á tanka á svæðinu. Logn var þegar þetta gerðist en þegar hvessti fór að fjúka úr haugn­um.

„Þetta fauk nokkra metra um svæðið. Það er ekki vitað til þess að þetta hafi farið út fyr­ir svæðið eða á ein­hverja bíla. Menn hafa ekki heyrt af því,“ seg­ir Erna Indriðadótt­ir.

Hún seg­ir að hreins­un hafi haf­ist strax og að von­andi ljúki henni í nótt eða fyrra­málið.

Alls voru 37 þúsund tonn af súráli í skip­inu. „Þetta tafði lönd­un í svo­litla stund en taf­ir höfðu einnig orðið vegna rign­ing­ar því að þá er ekki hægt að landa. En það var byrjað að landa um leið og búnaður­inn hafði verið lagaður. Lönd­un er nú lokið,“ tek­ur Erna fram.

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarf­irði. Ljós­mynd/​Emil Þór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert