Mikill erill í miðborginni í nótt

mbl.is/Júlíus

Um 100 þúsund manns voru í miðborginni um kl. 23 í gærkvöldi þegar flugeldasýning fór fram við lok Menningarnætur. Umferðin úr miðborginni gekk greiðlega og virðist sem fleiri hafi ferðast með strætó eða lagt fjær miðborginni en áður, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill erill var fram eftir nóttu og talsvert um ölvun en þó var ekki mörgum stungið inn, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Talsvert var um sjúkraflutninga í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Voru flutningarnir vegna áverka sem menn höfðu hlotið eftir slagsmál og óhöpp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert