Átta líkamsárásir tilkynntar

Mikill mannfjöldi var á Ingólfstorgi í gærkvöldi.
Mikill mannfjöldi var á Ingólfstorgi í gærkvöldi. mbl.is/Júlíus

Átta lík­ams­árás­ir hafa verið til­kynnt­ar til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir Menn­ing­arnótt. Lög­regl­an seg­ir að árás­irn­ar hafi all­ar verið minni­hátt­ar. Fjög­ur voru hand­tek­in, grunuð um ölv­un við akst­ur.

Tveir voru hand­tekn­ir snemma í morg­un en um var að ræða tvo karl­menn á fer­tugs­aldri. Þeir voru reynd­ar í sama bíln­um sem hafði verið ekið á ljósastaur á Laug­ar­ás­vegi. Ekki er fylli­lega ljóst hvor þeirra var und­ir stýri þegar bíll­inn hafnaði á staurn­um en  grun­ur leik­ur á að báðir hafi komið við sögu í þess­ari öku­ferð.

Um tvöleytið í nótt var karl­maður á þrítugs­aldri tek­inn fyr­ir ölv­unar­akst­ur á Skúla­götu og litlu síðar var 19 ára stúlka stöðvuð fyr­ir sömu sak­ir í Smá­í­búðahverf­inu. 

Ung­linga­sam­kvæmi í aust­ur­borg­inni fór úr bönd­un­um í nótt en í það mættu mikið af óboðnum gest­um. Hús­ráðandi, 15 ára stúlka, fékk aðstoð lög­reglu við að vísa fólk­inu út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert