Ekið var á 10 ára dreng á Hringbraut í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglu eru meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.
Lögreglan segir, að talsvert hafi verið um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í og við miðborgina, sértaklega þó í Þingholtunum og nágrenni eftir hádegi og fram eftir degi.
Mjög mikil umferð var á miðborgarsvæðinu eftir að flugeldasýningunni lauk
á 12. tímanum í gærkvöldi en lögregla segir, að ágætlega hafi gengið að greiða úr henni, ekki síst á Sæbraut. Þeir sem fóru um
Hringbraut og Bústaðaveg voru hinsvegar aðeins lengur til síns heima en á
síðartalda staðnum varð umferðaróhapp á tólfta tímanum í gærkvöld.