Engin teikn um stóra skjálfta

Jarðskjálftar hafa m.a. mælst við Herðubreið.
Jarðskjálftar hafa m.a. mælst við Herðubreið. Rax / Ragnar Axelsson

Jarðskjálft­ar við Herðubreið og Bárðarbungu síðustu sól­ar­hringa gefa ekki til­efni til þess að ætla að stór­ir at­b­urðir séu í vænd­um. Þetta er mat Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings.

Snarp­ur jarðskjálfti sem mæld­ist 3,6 á Richters-kvarða varð aðfaranótt laug­ar­dags­ins og ann­ars skjálfti, 2,9 Richter, sem átti upp­tök sín suður af af Herðubreið, kom und­ir morg­un sl. nótt.

Jörð hef­ur víða skolfið við landið und­an­farið. Dag­ana 10. til 16. ág­úst voru á mæl­um staðsett­ir 285 skjálft­ar. Stærstu skjálft­ar um­ræddr­ar viku mæld­ust tæpa 200 km norður af Kol­beins­ey, sá stærsti 4,1 stig. Um 60 skjálft­ar mæld­ust rétt suður af Herðubreið.

,,Það er ekk­ert óvenju­legt við þetta," seg­ir Páll Ein­ars­son og bend­ir á að bæði Bárðarbunga og Herðubreið séu á fleka­skil­um jarðskorp­unn­ar.

Jarðvís­inda­menn fylgj­ast einnig með þrýst­ingi með til­liti til hugs­an­legra elds­um­brota. Þannig seg­ir Páll Ein­ars­son að þrýst­ing­ur á Heklu sé orðinn meiri nú en var fyr­ir síðasta gos þar og sam­kvæmt sömu mæl­ing­um sé ólga einnig und­ir­liggj­andi í Grím­svötn­um og Upp­typp­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert