Hætta við skólavist vegna fjárskorts

Þórhallur Heimisson.
Þórhallur Heimisson.

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir á heimasíðu sinni að hann hafi rætt við fólk, sem geti ekki látið börnin sín byrja í skóla á þessu hausti, því ekki séu til peningur til að kaupa námsbækur og skólavörur.

Segir Þórhallur, að einhverjir nemendur hefðu ekki mætt í framhaldsskólann á föstudag af þessum sökum en skólabækur, skólagjöld og annar kostnaður hlaupi á tugum þúsunda.

Heimasíða Þórhalls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert