Fréttaskýring: Mesta kaupmáttarrýrnunin í 20 ár

Samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins voru ráðstöfunartekjur í maí 2009 14,7% lægri að raunvirði en ári fyrr og raunlækkun tekna á milli ára var 14,9%, að teknu tilliti til 11,6% hækkunar vísitölu neysluverðs. Könnunin náði til tæplega 190.000 einstaklinga. Launin höfðu lækkað um 5% á milli ára og skattgreiðslur voru 5,6% lægri í ár.

Láglaunafólki blæðir mest

Engin breyting hefur orðið á tekjum þeirra sem voru með frá 200 til 250 þúsun krónur á mánuði í fyrra og er það eini hópurinn sem heldur tekjum sínum. Tekjur þeirra sem voru með 250 þúsund kr. á mánuði eða meira hafa lækkað og þeim mun meira eftir því sem tekjurnar voru hærri. 4.500 manns voru með milljón eða meira á mánuði og hafa tekjur þeirra lækkað um 25%. 500 einstaklingar voru með meira en tvær milljónir á mánuði í fyrra og hafa tekjur þeirra lækkað um 50% að meðaltali.

Ráðstöfunartekjur einstaklinga með 200 þúsund kr. á mánuði upp í 450 þúsund kr. mánaðartekjur hafa ekki breyst að krónutölu á milli ára vegna mikillar hækkunar persónuafsláttar milli ára sem vó upp hækkað skatthlutfall. Hærri ráðstöfunartekjur hafa lækkað meira en tekjurnar sjálfar.

Frá falli bankanna í fyrrahaust hefur atvinnulausum fjölgað, dregið hefur verið úr vinnutíma einstaklinga og laun lækkað. Þetta hefur dregið dilk á eftir sér.

Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að sjá megi tekjuþróunina hjá félagsmönnum Samiðnar á inngreiðslum þeirra, sem séu hlutfall af launum, en þær hafi lækkað um 20 til 25%. Eðlilega séu einstaklingarnir misjafnlega staddir. Þeir sem hafi til dæmis keypt húsnæði á nýliðnum árum og hafi fengið greiðslumat miðað við þáverandi tekjur standi frammi fyrir breyttri stöðu þegar lánin hafi hækkað og launin lækkað.

6,6% samdráttur vinnutíma

Vísitala kaupmáttar launa var 8,2% lægri í júní en á sama tíma í fyrra. Kringum aldamótin var kaupmáttarrýrnun í skamman tíma, en sambærileg, langvarandi kaupmáttarrýrnun og nú var síðast í ársbyrjun 1990.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert