Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi ökumann tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur með 13 mínútna millibili. Í fyrra skiptið var hann á 112 km hraða en 122 km hraða í seinna skiptið.
Í fyrra skiptið var ökumaðurinn á leið upp Hellisheiðina en í seinna skiptið á leið niður heiðina. Gera má ráð fyrir að samanlögð sekt vegna hraðakstursins verði um 80 þúsund krónur, að sögn lögreglunnar.